Guðrún Á. Símonar - Svanasöngur á heiði
Guðrún Á. Símonar syngur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Guðrún Á. Símonar tvö lög við píanóundirleik Fritz Weisshappel. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Guðrún Á. Símonar syngur | |
![]() | |
Gerð | IM 16 |
---|---|
Flytjandi | Guðrún Á. Símonar, Fritz Weisshappel |
Gefin út | 1953 |
Tónlistarstefna | Sönglög |
Útgáfufyrirtæki | Íslenzkir tónar |
LagalistiBreyta
- Svanasöngur á heiði - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Steingrímur Thorsteinsson Hljóðdæmi
- Dicitencello vuie - Lag - texti: Falvo - Fusco
Svanasöngur á heiðiBreyta
- Ég reið um sumaraftan einn
- á eyðilegri heiði;
- þá styttist leiðin löng og ströng,
- því ljúfan heyrði’ eg svanasöng,
- já, svanasöng á heiði.
- Á fjöllum roði fagur skein,
- og fjær og nær úr geimi
- að eyrum bar sem englahljóm,
- í einverunnar helgidóm,
- þann svanasöng á heiði.
- Svo undurblítt ég aldrei hef
- af ómi töfrast neinum;
- í vökudraum ég veg minn reið
- og vissi’ ei, hvernig tíminn leið
- við svanasöng á heiði.
Ljóð: Steingrímur Thorsteinsson