Guðmundur Bergþórsson

Guðmundur Bergþórsson (16571705), fæddur á Stöpum á Vatnsnesi, var íslenskt skáld á 17. og 18. öld og var hvað þekktastur fyrir Vinaspegil, Tólfsonakvæði og rímurnar sínar. Á fjórða ári lamaðist Guðmundur í fótum og visnaði á honum hægri höndin. Fimm ára fór hann til vandalausra. Um átján ára aldur fluttist hann út á Snæfellsnes og var þar lengst af til heimilis á Arnarstapa. Guðmundur var flugnæmur og gáfaður, lærði að lesa og skrifa og skrifaði allt með vinstri hendinni. Hann fékkst talsvert við að segja til börnum. Þá var hann síyrkjandi og orti margt eftir pöntun, til dæmis mikið af erfiljóðum. Hafði hann af þessum störfum nóg fyrir sig að leggja.

Skáldskapur Guðmundar er mikill að vöxtum og var hann eitt mikilvirkasta rímnaskáld allra tíma. Rímur hans af Olgeiri danska eru oft taldar lengstu rímur sem kveðnar hafa verið en eru þó styttri en Bragða-Mágusarrímur (70 rímur).

Helstu verk

breyta

Rímur (varðveittar)

breyta
 • Dínus rímur drambláta (17 rímur), ortar 1676
 • Hermanns rímur og Jarlmanns (18 rímur), ortar 1677
 • Olgeirs rímur danska (60 rímur), ortar 1680
 • Otúels rímur frækna (8 rímur), ortar 1681
 • Samsons rímur fagra (16 rímur), ortar 1683
 • Finnboga rímur ramma (24 rímur), ortar 1686
 • Sigurgarðs rímur og Valbrands (18 rímur), ortar 1687
 • Trójumannarímur (26 rímur), ortar um 1690
 • Herrauðs rímur og Bósa (15 rímur), ortar 1692
 • Eiríks rímur víðförla (4 rímur)
 • Bertrams rímur greifa (5 rímur), ortar um 1697
 • Bálants rímur og Ferakuts (24 rímur), ortar 1701
 • Ríma af Jannesi (Jannesarríma), óvíst hvenær ort

Önnur verk

breyta
 • Barbarossakvæði
 • Fuglskvæði úr Annálum (Einsetumaður einu sinni)
 • Heimspekingaskóli (fyrst prentaður í Hrappsey 1785)
 • Tólfsonakvæði
 • Vinaspegill (Forðum tíð einn brjótur brands)
 • Skautaljóð (vísur um hinn nýja móð kvenfólksins - þáttur í kvæðadeilu)

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta