Grafará (Höfðaströnd)

Grafará er bergvatnsá í austanverðum Skagafirði og er hún kennd við bæinn Gröf á Höfðaströnd.

Áin rennur um botn Deildardals og heitir þar Deildará, síðan milli Óslandshlíðar og Höfðastrandar hjá Gröf og til sjávar í Grafarósi, rétt sunnan við Hofsós. Nokkur veiði er í ánni, aðallega sjóbleikja, en þó hefur fengist þar bæði urriði og lax.

Heimildir

breyta
  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • „Grafará. Á www.agn.is, sótt 5. nóvember 2010“.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.