Grænkarpi
Grænkarpi (fræðiheiti: Carassius carassius) er ferskvatnsbotnfiskur en finnst einnig í söltu vatni þar sem vatn og sjór blandast. Hann er botnfiskur og ferðast um ferskvatn. Grænkarpi heldur sig á um 5m dýpi og þolir hitastig frá 2°C upp í 22°C. Hámarkslengd hefur verið skráð 64.0 sm fyrir hæng,[1], en meðalstærð er um 15 sm[2] og 1,5 kg (þyngsti tilkynnti fiskurinn var 3 kíló.[2]), hæsti aldur er 10 ár (Luna, Susan M.). Grænkarpar eru þekktir fyrir að vera harðgerðir, en til eru dæmi um þar sem þeir hafa lifað tímum saman á þurru landi. Hann getur lifað í vatni með litlu sem engu súrefni og miklu gruggi. Hann hefur lifað í vatni sem var undir frostmarki og einstaklingar geta mögulega lifað af í nokkra daga með ysta lag þeirra frosið. Hann hefur þá hæfni að geta notað loftfirrt efnaskipti og lifað í nokkra mánuði við lágt hitastig og lágt súrefnismagn sem dæmi í vötnum þar sem ís er yfir. Í þeirra náttúrulega umhverfi getur fæðumagn snarminnkað í nokkra mánuði og leggst þá fiskurinn í einskonar dvala, en hann er í hvíldarstöðu yfir vetrarmánuðina þegar loftmagn í tjörnum minnkar og þær þekjast af ís. (Pamela J. Schofield, Leo G. Nico and Pam Fuller, 2011) Stofnstærð villta grænkarpans er ekki í neinni hættu, til er nóg af fiskinum en stofnstærð fer þó minnkandi (The IUCN Red List of Threatened Species, á.á). Grænkarpinn virðist vera veikur keppinautur en hann finnst venjulega ekki í vötnum þar sem er mikið fiskilíf og mikið af afræningum. Hann finnst í miklu magni í vötnum sem hafa eru færri fiskitegundir og því minni samkeppni fyrir grænkarpann ( IUCN).
Grænkarpi | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Carassius carassius (Linnaeus, 1758) |
Útlit
breytaGrænkarpinn er þéttur og þykkur með kúlulaga kvið. Höfuð hans er lítið og stutt með stuttri trjónu. Munnurinn vísar upp, neðri kjálkinn er þónokuð stærri en sá efri, vísar upp og er bogalaga. Hann er silfur grár, dekkri litur á neðri efri hluta líkamans og ljósari yfir kviðinn. Uggarnir eru gráir (Fisheries and Aquaculture Department). Breytileiki lögunar grænkarpa er mjög mikil og er þeim annars staðar lýst sem svo; yfirleitt "skínandi gullin-grænir",[3] samkvæmt nákvæmari heimildum eru ungir fiskar gullin-brons litaðir[4] en dökkna með þroska,[4] þar til þeir verða dökkgrænir á bak, djúp bronslitaðir ofan til á síðumun, og gylltir neðantil og á kviði,[4] og rauðleitir eða rauðgulir[5] uggar,[6] þó önnur litbrigði þekkist.
Þegar hann er í umhverfi með ránfiskum eins og geddu eða Perca fluviatilis, þá verður breyting í stofninum, frá straumlínulagaðri í breiðari lögun,[7] í næstum disklögun með vel rúnnuðum uggum, sem gerir það erfitt fyrir ránfiska að gleypa bráðina.[8] Eitt greiningareinkenni er ávöl kúpt sporðblaðka, öfugt við gullfisk (og blendinga) sem eru með íhvolfa sporðblöðku.[5][9]
Dreifing / búsvæði
breytaYfirleitt takmarkast búsvæði grænkarpans við grunnar tjarnir, gróðurrík vötn og straumlitlar ár. Grænkarpinn þolir vel sumarhita og lágt súrefni í vatni yfir sumar og undir ís. Hann getur sofið í nánast frosnu vatni og nánast þurru búsvæði með því að grafa sig í leðju. Hann hrygnir í þéttum gróðri undir yfirborði vatnsins (IUCN). Grænkarpi finnst á mörgum stöðum í Evrópu og Asíu, frá Englandi til Rússlands; hann finnst norður að heimskautabaug í Skandinavíu og suður til mið Frakklands og Svartahafs.[10] Það hefur verið staðfest að hann er upprunalegur í Englandi en ekki innfluttur.[11]. Honum var sleppt í vötn í Ítalíu, Englandi og Frakklandi. Að minnsta kosti eitt land gefur út skýrslur um skaðleg vistfræðileg áhrif tegundarinnar á svæði sem honum var sleppt á. (Luna, Susan M., á.á). Honum gæti þó mögulega oft verið ruglað saman við Carassius gibelio (IUCN). Grænkarpa fer smám saman fækkandi í mörgum vötnum, séstaklega í afrennsli frá Dóná og í Mið-Evrópu, sem gæti stafað af samkeppni við aðrar tegundir eins og við Carassius gibelio (Luna, Susan M.).
Líffræði
breytaHængarnir fjölga sér í fyrsta sinn þegar þeir hafa náð þriggja ára aldri en hrygnurnar hrygna á mismunandi tíma eftir búsvæðum. Þær hrygna fjögurra ára í mið og austur Evrópu en tveggja ára í suður Evrópu. Hrygning fer fram í maí–júlí í yfir 18°C hita. Ein hrygna getur fjölgað sér með mörgum hængum. Hængar elta þroskaðar hrygnur, oft með miklum gusugangi og látum. Hrygnur hrygna 3–5 sinnum yfir hrygningartímann. Klístruð hrognin límast við gróður í vatninu (IUCN). Matseðill grænkarpans er fjölbreyttur, hann étur bæði plöntur og önnur dýr. Hann nærist allan sólarhringinn en mest yfir nóttina á svifi, botndýrum, plöntum og úrgangi (IUCN). Í fiskeldi nærast þeir vel á manngerðri fæðu sem dæmi fóðurkögglum og aukaafurðum úr korn- og olíu vinnslu (Fisheries and Aquaculture Department).
Það hefur verið tilkynnt um blöndun á grænkarpa og gullfiskum,[5] sem hefur verið staðfest með blendingum í stýrðu umhverfi (laboratory conditions).[5] Þó að blendingarnir séu ófrjóir, eða því sem næst, veldur þetta áhyggjum um erfðafræðilegri mengun á náttúrulegum stofnum;[5] jafnvel þó að blendingarnir væru ófrjóir, þá eru fyrstu kynslóðar blendingar ( F1 ) með blendingsþrótt, eru til dæmis betri að finna mat heldur en hvort foreldrið, sem getur verið neikvætt fyrir innfædda stofninn.[5]
Fiskeldi
breytaKínverjar voru fyrstir til að hefja fiskeldi á ættkvíslinni og elstu heimildir, fornleifar og skriflegar heimildir, rekja fiskeldið aftur til austur-Han veldisins sem ríkti frá árinu 25–189 eftir Krist til Song veldisins. Hins vegar var framleiðslan takmörkuð og lítil. Fiskeldi tegundarinnar var upphaflega takmarkað við Kína og Japan þangað til um 1960. Síðan þá hefur eldið aukist og hafist í fleiri löndum eins og Tævan, Hvíta-Rússland, Suður-Kóreu og Úsbekistan. Mest af framleiðslunni hefur þó alltaf farið fram í Kína, en framleiðslan þar hefur aukist úr tæpum 2000 tonnum árið 1950 í tæplega 1,7 milljón tonna árið 2002 sem var 99,6% af framleiðslu heimsins af grænkarpa (Fisheries and Aquaculture Department, á.á). Framleiðsla af grænkarpa er í 6. sæti af öllu ferskvatns fiskeldi í heiminum. Þrátt fyrir að vera mikið framleiddur í Kína er hann ekki talin mikilvæg tegund þar í landi vegna þess að það er til nóg af auðlindum í náttúrulegum vötnum auk þess sem grænkarpinn er hægvaxta. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að hraða vexti fisksins í eldi. Framleiðsla hefur minnkað undanfarin ár sem er líklegast afleiðing breyttum kröfum neytenda. Þrátt fyrir að grænkarpinn þykir góður á bragðið og góð áferð á kjötinu hefur fiskurinn mikið af fínum beinum sem gæti haft áhrif á val neytenda. Það að geta framleitt stærri fisk, um 500 gr stærri, myndi leysa þetta vandamál. Framfarir hafa orðið í erfðafræðinni sem hefur aukið vaxtarhraða og stærð sem gerir hann vinsælli á markaði og búist er við því að framleiðsla á honum mun aukast (Fisheries and Aquaculture Department).
Veiðar
breytaGrænkarpinn er vinsæll hjá sportveiðimönnum og er aðallega veiddur af þeim. Það getur hinsvegar reynt á þolinmæðina þar sem þeir éta svo fínlega. Þeir virðast narta svo varlega í beituna að best er að veiða þá með örsmáu flotholt. Sé flotholtið of stórt nemur það ekki fínlegu bitin frá grænkarpanum. Hann er einnig veiddur í Asíu af veiðimönnum sem stundað hafa veiðarnar í áraraðir og selja sér til viðurværis. (Fisheries and Aquaculture Department).
Markaður
breytaÍ dag er grænkarpinn mest borðaður þar sem hann er framleiddur. Hann er ekki mikilvæg útflutningsvara. Hann er venjulega neyddur ferskur. Nánast öll framleiðsla grænkarpa úr fiskeldinu er sett á markað annað hvort lifandi eða ferskur. Hann er nánast ekkert unnin nema þurrkaður eða saltaður af innan lands veiðimönnum sem veiða hann í sínu náttúrulega umhverfi og hafa stundað þessar veiðar í áraraðir. Hann þykir á sanngjörnu verði fyrir fólk sem hefur meðal- eða lágmarkstekjur. Grænkarpi þykir góður kostur í flestum hlutum Kína vegna þess að kjötið þykir gott og næringarríkt.
Tilvísanir
breyta- ↑ Koli, L. 1990 Suomen kalat. [Fishes of Finland]. Werner Söderström Osakeyhtiö. Helsinki. 357 p. (á finnsku). Fishbase Ref. 6114
- ↑ 2,0 2,1 Muus, B.J. and P. Dahlström 1968 Süßwasserfische. BLV Verlagsgesellschaft, München. 224 p. 224. Fishbase Ref.556
- ↑ Kottelat, M. and J. Freyhof 2007 Handbook of European freshwater fishes. Publications Kottelat, Cornol, Switzerland. 646 p.; Fisbhbase Ref. 59043
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Wellby, Girdler & Welcomme 2010,p.49, also color photograph is consulted
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 Smartt 2007
- ↑ Wellby, Girdler & Welcomme 2010,p.49, photographed
- ↑ Richard, Farrell & Brauner, citing Brönmarker and Milner, 1992; and Holopaien et al., 1997b,
- ↑ Nilsson, P. Anders; Brönmark, Christer; Petterson, Lars B. (1995). „Benefits of a predator-induced morphology in crucian carp“. Oecologia. 104 (3): 291–296. doi:10.1007/bf00328363. JSTOR 4221109.
- ↑ FAS 2010 (website)
- ↑ Holopaien et al., 1997b
- ↑ Smartt 2007, citing Wheeler 1972, 2000, Copp etal. 2005
Heimildir
breyta- Aquamaps. (á.á). Computer Generated Map for Carassius carassius. Sótt þann 20. febrúar 2016 af http://www.aquamaps.org/AM_Europe/receive.php Geymt 29 febrúar 2016 í Wayback Machine
- Fisheries and Aquaculture Department. (á.á). Cultured Aquatic Species Information Programme, Carassius carassius. Sótt þann 19. febrúar 2016 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Carassius_carassius/en
- Go Fishing. (á.á). Crucian Carp. Sótt þann 20. febrúar 2016 af http://www.gofishing.co.uk/Angling-Times/Section/how-to/Coarse-fishing-advice/Species/British-Freshwater-Fish-Species/Crucian-Carp/ Geymt 7 mars 2016 í Wayback Machine
- Luna, Susan M. (á.á). Carassius carassius (Linnaeus, 1758). Fishbase. Sótt þann 2. febrúar 2016 af http://www.fishbase.org/summary/270
- Pamela J. Schofield, Leo G. Nico and Pam Fuller. (2011). Carassius carassius (Linnaeus, 1758). USGS. Sótt þann 2. febrúar 2015 af http://nas.er.usgs.gov/queries/factsheet.aspx?SpeciesID=509
- The IUCN Red List of Threatened Species. (á.á). Crassius Carassius. Sótt þann 19. febrúar 2016 af http://www.iucnredlist.org/details/3849/0