Glenn Beck
Glenn Lee Beck (fæddur 10. febrúar 1964) er bandarískur íhaldsmaður,[1] útvarps- og sjónvarpsþáttarstjórnandi, pólitískur fréttaskýrandi, rithöfundur og athafnamaður. Hann stýrir eigin þætti sem kallast The Glenn Beck Program og er sendur út samtímis um öll Bandaríkin í gegnum útvarpskeðjuna Premiere Radio Networks. Hann er einnig stjórnandi eigin fréttaskýringaþáttar, nefndum eftir honum, sem sýndur er á Fox fréttastöðinni (e. Fox News Channel). Á ferli sínum sem rithöfundur hefur Beck átt sex metsölubækur (samkvæmt lista sem New York Times gefur út um bækur líklegar til vinsælda) og þarf af hafa fimm farið beint í fyrsta sæti eftir að þær komu fyrst út. Beck er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem ber nafnið Mercury Radio Arts, margmiðlunarfyrirtækis sem framleiðir efni ætlað fyrir sviðsframkomu, útvarp, sjónvarp, til útgáfu og fyrir internetið.
Glenn Lee Beck | |
---|---|
Fæddur | 10. febrúar 1964 |
Störf | Útvarps og sjónvarpsþáttarstjórnandi |
Fjölmiðlaeign Becks er uppspretta mikilla vinsælda og ríkidæmis en samtímis er hann mjög umdeildur og sætir mikilli gagnrýni. Meðal stuðningsmanna hans er hann lofaður fyrir að vera staðfastur málsvari stjórnarskrárinnar og fyrir að standa vörð um hefðbundin bandarísk gildi gegn trúlausum framfarasinnum. Aftur á móti halda gagnrýnendur hans því fram að hann stuðli að samsæriskenningum og skapi múgæsing með ræðumennsku sinni til að auka á vinsældir sínar.[2]
Einkalíf
breytaGlenn Lee Beck fæddist í Everett í Washington-fylki og var alinn upp við rómversk-kaþólska trú. Þegar hann var þrettán ára vann hann keppni þar sem verðlaunin voru að vera skífuþeytir í útvarpsþætti á vegum útvarpsstöðvarinnar KBRC. Eftir útskrift úr framhaldsskóla starfaði hann á ýmsum útvarpsstöðvum í Utah, Washington og Connecticut og hitti hann eiginkonu sína, Claire, á meðan hann starfaði á útvarpsstöðinni WPGV. Saman eiga þau tvær dætur sem heita Hannah og Mary en Mary þjáist af krampalömun vegna heilablóðfalla sem hún fékk á meðan fæðingu hennar stóð. Glenn og Claire skildu árið 1994 og var ástæðan fyrir skilnaðinum fíkniefnanotkun hans. Hann hefur verið greindur með ofvirkni (ADHD) og er óvirkur alkahólisti og eiturlyfjaneytandi. Beck giftist seinni konu sinni, Tania, árið 1999 og eiga þau tvö börn, Raphe (ættleiddur) og Cheyenne, og hafa þau hjónin bæði skipt yfir í mormónatrú.
Stjórnmálaskoðanir
breytaBeck lýsir sjálfum sér sem íhaldsmanni með frjálslyndar tilhneigingar og snúast gildi hans um réttinn til lífs, trúfrelsi, takmörkuð afskipti stjórnvalda og fjölskylduna sem hornstein samfélagsins[3]. Hann styður byssueign almennings og er andvígur löggjöf um skotvopn[4] og er ekki sannfærður um að hlýnun jarðar sé í raun af manna völdum[5]. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að nota framleiðslufyrirtæki sín í pólitískum tilgangi en hann svarar því með að segja að fyrirtæki hans framleiði eingöngu efni til afþreyingar[6]. Framfarasinnar eiga ekki upp á pallborðið hjá honum en hann fyrirlítur þá og kallar þá krabbamein í bandarísku samfélagi og telur þá jafnframt ekki bera neina virðingu fyrir frelsi einstaklingsins og einkaeign, því samkvæmt framfarasinnum gangi ríkisvaldið fyrir og er það mjög andstætt frjálshyggjusjónarmiðum[7]. Beck hefur stutt teboðshreyfinguna frá byrjun og deilir svipuðum skoðunum með liðsmönnum hennar þegar kemur að takmörkuðum afskiptum stjórnvalda.[8]
Heimildir
breyta- ↑ ^http://www.amconmag.com/postright/2009/09/22/things-sean-hannity-would-never-say/ Geymt 17 febrúar 2010 í Wayback Machine
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2009. Sótt 12. nóvember 2010.
- ↑ http://www.amconmag.com/postright/2009/09/22/things-sean-hannity-would-never-say/ Geymt 17 febrúar 2010 í Wayback Machine. Sótt 12. nóvember 2010.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2011. Sótt 12. nóvember 2010.
- ↑ Beck, Glenn (November 2007). An Inconvenient Book. Simon & Schuster. ISBN 978-1-4165-5219-2.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2012. Sótt 12. nóvember 2010.
- ↑ http://www.huffingtonpost.com/alexander-zaitchik/past-is-prologue-glenn-be_b_634826.html?view=print
- ↑ „Governor Says Texans May Want to Secede From Union But Probably Won't“. Fox News. Associated Press. 2009-04-15. http://www.foxnews.com/politics/2009/04/15/governor-says-texans-want-secede-union-probably-wont/. Sótt 12. nóvember 2010.