Gjøa var fyrsta skipið til sigla norðvesturleiðina milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins. Áhöfn sex manna með Roald Amundsen við stjórnvölinn fór leiðina á þremur árum. Var siglt frá Osló 1903 og kom skipið til Nome í Alaska 1906.

Gjøa

Skipið var frosið fast allt að tvö ár af þeim þremur sem ferðin tók og minnir því um margt á ferðalag Fram sem Fridtjof Nansen stýrði 1895. Leiðangursmenn Gjøa notuðu tímann til mælinga svo hægt væri að ákvarða staðsetningu segulnorðurs og einnig var áhersla á að rannsaka og kynnast menningu Inúíta.

Tenglar breyta

   Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.