Frumlag (skammstafað sem frl. eða fruml.) er hugtak í málfræði. Frumlag er fallorð, fallsetning, fallháttur eða bein ræða sem stendur alltaf í nefnifalli, og gerir það sem sögnin segir.

Frumlag er gerandinn í setningunni- þ.e.a.s. frumlag táknar þann sem gerir (er eða verður) það sem umsögnin segir.

Auðvelt er að finna frumlagið með því að spyrja „hver gerði“ það sem sögnin segir.

Ópersónuleg frumlög

breyta

Frumlög ópersónulegra sagna eru aldrei í nefnifalli og skiptast í tvo hópa; aukafallsfrumlög og gervifrumlagiðþað“ (einnig leppur eða aukaliður).

Aukafallsfrumlög skiptast í:

  • Þolfallsfrumlög sem eru frumlög í þolfalli (mig langar, mig svíður í sárið, mig brestur kjark)
  • Þágufallsfrumlög sem eru frumlög í þágufalli (mér stendur á sama, mér svíður tjónið, mér líst vel á þetta)
  • Eignarfallsfrumlög eru mjög sjaldgæf frumlög í eignarfalli (hér gætir drauga, þess kennir víða, þess þarf ekki)

Aukafallsfrumlag er stundum nefnt frumlagsígildi.

Dæmi um gervifrumlag er orðið „það“ í setningunni „það snjóaði lítið í vetur“ en þegar gervifrumlaginu er sleppt kallast það frumlagseyða: „nú snjóar lítið“.

  • Húsfreyjan eldaði matinn. (hver eldaði matinn?)
  • Allir eru duglegir. (hverjir eru duglegir?)
  • Maðurinn lærði bókina vel. (hver lærði bókina vel?)

Tengt efni

breyta
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.