Georg Friedrich Bernhard Riemann
Georg Friedrich Bernhard Riemann (17. september 1826 – 20. júlí 1866) var þýskur stærðfræðingur sem var stórt nafn í stærðfræðisögu 19. aldar. Á ýmsan hátt má telja hann arftaka Gauss á vitsmunasviðinu. Í rúmfræði hóf hann þróun þeirra aðferða, sem Einstein notaði síðar til þess að lýsa alheiminum. Grunnhugmyndir hans í rúmfræði koma fram í innsetningarræðu hans við háskólann í Göttingen. Þar var Gauss á meðal áheyrenda. Hann átti stóran þátt í þróun heildunar og nafn hans lifir í Riemann heildinu, einnig í svokölluðum Cauchy-Riemann jöfnum og Riemannflötum. Hann fann einnig samband á milli frumtalna og stærðfræðigreiningar, setti fram Riemann tilgátuna, sem fjallar um hið dularfulla -fall (Zetufall Riemanns) og er enn ósönnuð, en gæti gefið mikilvægar upplýsingar um dreifingu frumtalna í .
Tenglar
breyta- Útgefin verk Riemanns Geymt 1 júní 2002 í Wayback Machine á LaTeX, DVI, PDF og PostScript sniði.