Georg 2. Bretlandskonungur

(Endurbeint frá Georg 2. Bretakonungur)

Georg 2. (Georg 2. Ágústus; 9. nóvember 1683 – 25. október 1760) var konungur Stóra-Bretlands og Írlands, hertogi Brunswick-Lüneburg (í kjörfurstadæminu Hanover) og kjörfursti í Heilaga rómverska ríkinu frá 11. júní 1727 til dauðadags.

Skjaldarmerki Hannover-ætt Konungur Stóra-Bretlands og Írlands
Hannover-ætt
Georg 2. Bretlandskonungur
Georg 2.
Ríkisár 1727 - 1760
SkírnarnafnGeorg Águstus
Fæddur9. nóvember 1683
 Herrenhausen-höll eða Leine-höll, Hanover
Dáinn25. október 1760
 Kensington-höll, London
GröfWestminster Abbey, London
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Georg 1.
Móðir Soffía Dórótea af Selle
DrottningKarólína af Ansbach
Börn
  • Friðrik, prins af Wales
  • Anna, prinsessa af Óraníu
  • Amelía prinsessa
  • Karólína prinsessa
  • Georg Vilhjálmur prins
  • Vilhjálmur, hertogi af Cumberland
  • María af Hesse-Kassel
  • Lovísa drottning Danmerkur og Noregs

Georg var síðasti breski einvaldurinn sem fæddist utan Bretlandseyja: Hann var fæddur og uppalinn í norðurhluta Þýskalands. Amma hans, Soffía af Hanover, varð önnur í erfðaröðinni að bresku krúnunni eftir að um fimmtíu kaþólikkar voru útilokaðir frá því að erfa hana vegna lagasetningar árið 1701 og sambandslaganna 1707. Eftir að Soffía og Anna Bretadrottning létust árið 1714 varð faðir hans, Georg 1., konungur Bretlands og Írlands. Á fyrstu valdaárum föður síns var Georg bendlaður við stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu, þar til þeir gengu til liðs við ríkisstjórnarflokkinn árið 1720.

Sem konungur frá árinu 1727 réð Georg litlu um innanríkismál Bretlands, sem voru að mestu í höndum breska þingsins. Sem kjörfursti varði hann tólf sumrum í Hanover, þar sem hann hafði meiri bein völd. Samband hans við elsta son sinn, Friðrik, var stirt þar sem Friðrik studdi stjórnarandstöðuna á þingi. Í austurríska erfðastríðinu tók Georg þátt í orrustunni við Dettingen árið 1743 og varð þar með síðasti breski einvaldurinn sem leiddi sjálfur her sinn í orrustu. Árið 1745 reyndu stuðningsmenn kaþólska konungsefnisins Jakobs Frans Játvarðar Stúart, undir forystu sonar hans, Karls Játvarðar Stúart, að steypa Georg af stóli í síðustu uppreisn Jakobíta. Friðrik lést óvænt árið 1751, fimm árum á undan föður sínum, og því erfði sonarsonur Georgs í hans stað bresku krúnuna og varð Georg 3. Bretlandskonungur.

Í tvær aldir eftir dauða Georgs 2. var hann almennt litinn gagnrýnum augum, sér í lagi vegna frillulífs hans, skapstyggðar og ruddaskaps. Hann hefur verið endurmetinn í seinni tíð og viðurkennt að hann hafi haft töluverð áhrif í utanríkisstefnu og útnefningu herforingja.

Heimild

breyta


Fyrirrennari:
Georg 1.
Konungur Bretlands og Írlands
(1727 – 1760)
Eftirmaður:
Georg 3.