Georgískur arkitektúr
Georgískur arkitektúr er á Bretlandi og í öðrum enskumælandi löndum nafn á byggingarstíl sem vinsæll var á tímabilinu 1720 til 1830, það er að segja á ríkisárum konunganna Georgs 1. til Georg 4. Stíllinn fylgdi enska barokkinu. Hugtakið felur í raun í sér nokkur tímabil í röð, eins og palladíanskan arkitektúr, rókokó og nýklassík.
Georgískur arkitektúr einkennist af hlutföllum og jafnvægi; sambandinu á milli hæðar og breiddar á byggingarhlutum, sem réðst af ákveðnum stærðfræðilegum hlutföllum, og áhersla er lögð á samhverfu og farið er eftir klassískum reglum. Raðir af húsum voru byggðar með svipuðum framhliðum sem snúast að götunni. Georgískur arkitektúr tilheyrir klassíska stílnum og felur í sér skreytingaþætti frá Grikklandi hinu forna og Rómaveldinu.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Georgiansk arkitektur“ á norsku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. desember 2011.