Geislavirkir var fyrsta breiðskífa og önnur hljómplata íslensku pönkhljómsveitarinnar Utangarðsmanna. Hún kom út 26. nóvember 1980. Utangarðsmenn höfðu hafið starfsemi í byrjun þessa sama árs en á þeim stutta tíma hafði hljómsveitin farið í tvær hljómleikaferðir um landið, hitað upp fyrir ensku hljómsveitina The Clash á stórtónleikum í Laugardalshöll og gefið út þriggja laga smáskífuna Ha-ha-ha (Rækjureggae) tæpum tveimur mánuðum fyrr. Sumarið áður kom sólóplata Bubba Morthens, Ísbjarnarblús, út. Fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar var því beðið með talsverðri óþreyju.

Geislavirkir
Breiðskífa
FlytjandiUtangarðsmenn
Gefin út26. nóvember 1980
Tekin upp1980
StefnaPönk
ÚtgefandiSteinar
StjórnGeoff Calver
Tímaröð Utangarðsmenn
(Ha-Ha-Ha) Rækjureggae
(1980)
Geislavirkir
(1980)
45 rpm
(1981)

Platan var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Upptökustjóri var Geoff Calver og sagt var að upptakan hefði tekið 80 tíma. Meðlimir hljómsveitarinnar léku sjálfir á öll hljóðfæri nema hvað Gunnar Þórðarson lék á orgel í laginu „Kyrrlátt kvöld“. Platan kom út hjá Steinum og er númeruð „Steinar 040“. Plötuumslagið er bláhvít, loftpensluð ljósmynd af hljómsveitinni með reyksvepp eftir kjarnorkusprengingu yfir Reykjavík í bakgrunni. Myndin vísar til textans í fyrsta lagi plötunnar „Hiroshima“.

Viðtökur

breyta

Platan fékk þegar mjög góða dóma gagnrýnenda og menn greindi á um hvort bæri að telja hana eða Ísbjarnarblús bestu plötu ársins. Í desember komst hún í annað sæti lista yfir söluhæstu plöturnar á Íslandi sem birtur var í Morgunblaðinu.

Afmælisútgáfa

breyta

25 ára afmælisútgáfa plötunnar var gefin út á geisladiski af Íslenskum tónum árið 2005 með átta aukalögum.

A-hlið

breyta
  1. „Hiroshima“ – 2:38
  2. „Barnið sefur“ (Bubbi/Utangarðsmenn) – 2:18
  3. „Kyrrlátt kvöld“ (Tolli Morthens/Bubbi) – 3:10
  4. „The Big Print“ (Mick/Utangarðsmenn) – 2:51
  5. „Samband í Berlín“ (Bubbi/Mick) – 3:49
  6. „Tango“ (Bubbi) – 1:37
  7. „It's a Shame“ (Mick) – 2:41

B-hlið

breyta
  1. „Sigurður er sjómaður“ (Tolli, Húmi Þorbergs/Jónatan Ólafsson) – 1:59
  2. „Viska Einsteins“ (Bubbi) – 2:20
  3. „Blóðið er rautt“ (Bubbi) – 2:32
  4. „Chinese Reggae“ (Mick/Bubbi, Danny) – 2:01
  5. „Temporary Kick/Let's Go“ (Mick) – 3:07
  6. „Ég vil ekki stelpu eins og þig“ (Bubbi/Danny) – 2:18
  7. „Poppstjarnan“ (Bubbi/Mick) – 2:31