Geislavirkir
Geislavirkir var fyrsta breiðskífa og önnur hljómplata íslensku pönkhljómsveitarinnar Utangarðsmanna. Hún kom út 26. nóvember 1980. Utangarðsmenn höfðu hafið starfsemi í byrjun þessa sama árs en á þeim stutta tíma hafði hljómsveitin farið í tvær hljómleikaferðir um landið, hitað upp fyrir ensku hljómsveitina The Clash á stórtónleikum í Laugardalshöll og gefið út þriggja laga smáskífuna Ha-ha-ha (Rækjureggae) tæpum tveimur mánuðum fyrr. Sumarið áður kom sólóplata Bubba Morthens, Ísbjarnarblús, út. Fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar var því beðið með talsverðri óþreyju.
Geislavirkir | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa | ||||
Flytjandi | Utangarðsmenn | |||
Gefin út | 26. nóvember 1980 | |||
Tekin upp | 1980 | |||
Stefna | Pönk | |||
Útgefandi | Steinar | |||
Stjórn | Geoff Calver | |||
Tímaröð – Utangarðsmenn | ||||
|
Platan var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Upptökustjóri var Geoff Calver og sagt var að upptakan hefði tekið 80 tíma. Meðlimir hljómsveitarinnar léku sjálfir á öll hljóðfæri nema hvað Gunnar Þórðarson lék á orgel í laginu „Kyrrlátt kvöld“. Platan kom út hjá Steinum og er númeruð „Steinar 040“. Plötuumslagið er bláhvít, loftpensluð ljósmynd af hljómsveitinni með reyksvepp eftir kjarnorkusprengingu yfir Reykjavík í bakgrunni. Myndin vísar til textans í fyrsta lagi plötunnar „Hiroshima“.
Viðtökur
breytaPlatan fékk þegar mjög góða dóma gagnrýnenda og menn greindi á um hvort bæri að telja hana eða Ísbjarnarblús bestu plötu ársins. Í desember komst hún í annað sæti lista yfir söluhæstu plöturnar á Íslandi sem birtur var í Morgunblaðinu.
Afmælisútgáfa
breyta25 ára afmælisútgáfa plötunnar var gefin út á geisladiski af Íslenskum tónum árið 2005 með átta aukalögum.
Lög
breytaA-hlið
breyta- „Hiroshima“ – 2:38
- „Barnið sefur“ (Bubbi/Utangarðsmenn) – 2:18
- „Kyrrlátt kvöld“ (Tolli Morthens/Bubbi) – 3:10
- „The Big Print“ (Mick/Utangarðsmenn) – 2:51
- „Samband í Berlín“ (Bubbi/Mick) – 3:49
- „Tango“ (Bubbi) – 1:37
- „It's a Shame“ (Mick) – 2:41
B-hlið
breyta- „Sigurður er sjómaður“ (Tolli, Húmi Þorbergs/Jónatan Ólafsson) – 1:59
- „Viska Einsteins“ (Bubbi) – 2:20
- „Blóðið er rautt“ (Bubbi) – 2:32
- „Chinese Reggae“ (Mick/Bubbi, Danny) – 2:01
- „Temporary Kick/Let's Go“ (Mick) – 3:07
- „Ég vil ekki stelpu eins og þig“ (Bubbi/Danny) – 2:18
- „Poppstjarnan“ (Bubbi/Mick) – 2:31