Geymslumiðill
Geymslumiðill er tæki sem notast til geymslu gagna. Orðið er oftast notað í sambandi við tölvur en geymslumiðlar eru líka notaðir til að geyma hljóð og myndbönd. Flestir þeirra geymslumiðla sem eru í víðri notkun í dag eru stafrænir en þeir voru að mestu leyti flaumrænir fyrir fyrri hluta 20. aldar. Dæmi um stafræna geymslumiðla eru harðir diskar, geisladiskar, minnislyklar og minniskort. Flaumrænir geymslumiðlar sem algengir voru á 20. öld eru hljómplötur og kassettur.
Árið 2002 var fyrsta árið þar sem meiri gögn voru geymd í stafrænu sniði en í flaumrænu. Árið 1986 var aðeins 1% af gögnum í heiminum geymd í stafrænu formi, miðað við 97% árið 2007.