Geirangur
(Endurbeint frá Geiranger)
Geirangur (norska: Geiranger) er þorp á Sunnmæri í fylkinu Mæri og Raumsdal í Noregi. Geirangur liggur í Geirangursfirði sem gengur inn úr Stórfirði. Fjörðurinn er skráður á heimsminjaskrá UNESCO. Fossinn Sjö systur er nálægt Geirangri í vestri. Næsta borg er Álasund.
Hætta er á því að fjallið Me-Åkernes hrynji niður í fjarðarbotninn og valdi flóðbylgju sem eyðileggur Geirangur og önnur þorp í nágrenninu.
Þessi Noregsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.