Gambri er áfengur drykkur sem er oftast bruggaður í heimahúsum og er gerður úr vatni, geri og sykri og er gul­leitur með allt að 20% alkóhólinnihaldi. Samkvæmt 2. gr. áfengislaga er gambri vökvi með meira en 1¼% af vínandarúmmáli, en landi er sterkur drykkur með 31% - 55 % alkohólinnihaldi. Sumir lýsa gambranum sem heimabrugguðu áfengu öli, ósoðnu. [1]

Gambri er kenndur við Gambrinus, hinn goðsögulega konung Flæmingja, sem er óopinber verndardýrlingur bjórs og bjórbruggunar.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Morgunblaðið 1993[óvirkur tengill]
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.