Galdraskyttan eða Töfraskyttan (þýska: Der Freischütz; hugtakið kemur úr torráðinni þýskri þjóðsögu, og ekki er hægt að þýða það fyllilega) er ópera í þremur þáttum eftir Carl Maria von Weber við söngbók eftir Friedrich Kind. Óperan er ein fyrsta þýska rómantíska óperan og hafði mikil áhrif á Richard Wagner.

Mynd frá árinu 1822 úr Der Freischütz. Líkast til upphafsatriðið með Max og Kilian.

Hlutverk

breyta
  • Ottokar, hertogi Bæheims (baritón).
  • Kuno, yfirskógarvörður (bassi).
  • Agatha, dóttir Kúnós (sópran).
  • Ännchen, ung frænka Agöthu (sópran).
  • Kaspar og Max, skógarverðir (bassi og tenór).
  • Zamiel, svarti skógarvörðurinn (talhlutverk).
  • Einbúi (bassi).
  • Kilian, ríkur bóndi (tenór).
  • Brúðarmeyjar (sópran).

Upptökur

breyta
  • Der Freischütz, Peter Schreier, Gundula Janowitz, Edith Mathis, Theo Adam, Bernd Weikl, et al., Carlos Kleiber, cond., Deutsche Grammophon, 1973 (geisladiskur, 1986).

Tengt efni

breyta
  • The Black Rider, söngleikur eftir Robert Wilson, Tom Waits, og William S. Burroughs byggður á Der Freischütz.
  • Hellsing, oft er vitnað í þessa óperu í myndasögunni Hellsing. Einnig er Rip van Winkle oft líkt við aðalpersónuna Kaspar á meðan Alucardi er of líkt við Zamiel (Samiel).