Bassi (söngrödd)
Bassi er karlmanns söngrödd. Hún er dýpsta röddin í blönduðum kór. Dæmigert raddsvið bassa er frá í kringum E sem er á fyrstu aukalínu fyrir neðan nótnastrengi í f-lykil. og upp á e' sem er á annarri aukalínu fyrir ofan nótnastrengi í F-lykli. Bassapartar eru nánast undantekningarlaust skrifaðir í F-lykli.
Þekktasti bassasöngvari Íslands er Kristinn Sigmundsson.