Jötunn

(Endurbeint frá Gýgur)

Jötunn og þurs eru í norrænni goðafræði heiti á fjandsamlegum risum sem búa í Útgarði og Jötunheimum á mörkum jarðar. Þeir eru afkomendur risans Ýmis sem fæddist í Ginnungagapi. Þeir urðu til í sömu mund og alheimur skapaðist og áður en jörðin varð til. Þegar kýrin Auðhumla sleikti saltsteina í upphafi alda urðu til jötnar sem goðin síðan settu í Niflheima.

Orðsifjar

breyta

Orðið jötunn klofnaði með u-klofningu út frá orðinu etunaR, mögulega tökuorð úr finnsku orðunum etana, etona (sem þýðir „snigill“, „ormur“ eða „illmenni“), úr prótó-germanska orðinu *etuna- („mannæta“, „átvagl“) með sömu rót og enska orðið eat („borða“ eða „éta“) og íslensku orðin át, éta, jata, jötna og æti.[1] Samstofna færeyska orðinu jøtun, nýnorska orðinu jutul, jøtul, jotun, jotne; nýsænska orðinu jätte, fornsænska orðinu iætun, nýdanska orðinu jætte, forndanska orðið iætæn, fornenska orðið eoten sem hefur sömu merkingu; gamla lágþýska orðinu eteninne (galdranorn).[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Ásgeir Blöndal Magnússon (3. prentun mars 2008). Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ISBN 978-9979-654-01-8. á blaðsíðu 437 undir „jötunn“.
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.