Auðhumla
Auðhumla í norrænni goðafræði er frumkýrin. Hún varð til þegar frost Niflheims blandaðist eldum Múspellsheims í Ginnungagapi.
Jötuninn Ýmir varð einnig til þegar þetta gerðist. Auðhumla nærði Ými lengst af með mjólk hennar, en það runnu fjórar mjólkurár úr spenum hennar. Auðhumla nærðist á hrímsteinum og sleikti þá til að fá næringu. Einn daginn er hún var að sleikja hrímsteinana birtist hár mans, þann næsta höfuð mans og að lokum, þriðja daginn, birtist maðurinn allur. Maðurinn var kallaður Búri.