Æskulýðsfylkingin - samband ungra sósíalista var félag ungra stuðningsmanna Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins sem var stofnað á löngu stofnþingi í byrjun nóvember 1938 skömmu eftir stofnun flokksins. Samtökin höfðu sig lengst af lítið í frammi.

Upp úr miðjum 7. áratugnum breyttust samtökin mjög og urðu samastaður róttæklinga af ýmsu tagi. Árið 1970 slitu samtökin endanlega öllu sambandi við arftaka Sósíalistaflokksins, Alþýðubandalagið. Nafninu var breytt í Fylkingin - baráttusamtök sósíalista og samtökin þar með orðin stjórnmálaflokkur. Eftir harðar innri deilur gengu trotskíistar með sigur innan samtakana og sóttu um aðild að Fjórða alþjóðasambandinu (alþjóðasambandi trotskíista) árið 1976 og skiptu samtökin þá um nafn og voru nefnd Fylking baráttusinnaðra kommúnista. Árið 1984 var ákveðið að Fykingarfélagar gengi í Alþýðubandalagið en störfuðu einnig áfram í sér samtökum. Ári seinna, 1985, var enn skipt um nafn og hétu þá samtökin Baráttusamtök sósíalista en umsvif samtakanna fór hraðdvínandi eftir þetta.

Málgagn Æskulýðsfylkingarinnar og eftirfylgjandi samtaka var tímaritið Neisti.

Tenglar

breyta