Hjarðhegðun
Hjarðhegðun er sú hegðun nefnd í félagsfræði þegar maður gerir hluti vegna þess að einhver annar eða einhverjir aðrir eru að gera þá.
Hjarðhegðun gæti verið lýst þannig að einstaklingar hagi sér á sameiginlega hátt innan hóps án þess þó að mörkuð hafi verið ákveðin stefna. Hugtakið getur átt við bæði dýr og menn og er oft talað um sem dæmi hegðun hjarðdýra, fugla fiska og hegðun manna í mótmælum, verkföllum, trúarbrögðum, ofbeldi og einnig í daglegri ákvarðanatöku. [1]
Dýr
breytaSum dýr eru hjarðdýr en önnur ekki. Hjarðdýr halda sig þá saman í hóp og oftar en ekki er einhvert eitt dýr sem stjórnar hjörðinni og er þá farið eftir virðingarstiganum hver sé með völdin hverju sinni. Hópur dýra á flótta undar rándýri er dæmi um eðli hjarðhegðunar. Lífræðingurinn W.D Hamilton fullyrðir að þegar dýr í hjörð sé á flótta undan rándýri reyni það að draga úr sinni eigin hættu með því að komast sem næst miðju hópsins. Þá kemur það þannig út að hjörðin sé ein heild en í raun er hver og einn að reyna að bjarga sjálfum sér. [2]
Maður
breytaHjarðhegðun mannsins litast oft af því að manneskjan hermir eftir annari manneskju þar sem hún trúir því að sú hegðun sé skynsamleg í stað þess að leitast sjálf eftir svari eða fara sína eigin leið. Hjarðhegðun getur haft í för með sér slæmar afleiðingar, til dæmis þegar kemur að hlutabréfamarkaði, þar sem hópur fólks myndar spennu á ákveðnum bréfum sem endar með því að fleiri og fleiri kaupa bréfin og úr verður stór bolti sem getur endað með hruni. Það sama á við um mannskepnuna og dýrin að oft lítur út fyrir að allir séu að keppa að sama markinu en í raun eru allir að hugsa um sitt eigið skinn. [3]
Hversdagslegar ákvarðanir
breytaVægt dæmi um hjarðhegðun mannsins er þegar ein manneskja labbar niður götu í leit að veitingastað og valið stendur á milli tveggja staða sem báðir eru tómir. Manneskjan velur stað af handahófi og sest inn. Nokkru síðar labbar par sömu götu og ætlar að velja á milli staða. Það sér að annar staðurinn er tómur en hinn ekki og velja þau því þann sem er ekki tómur þar sem það lítur betur út. Þessi hegðun mannsins verður til þess að fleiri sem labba götuna velja þann stað frekar en hinn því fáir setjast inn á tóman matsölustað. [4]
Hjarðhegðun og fjármál
breytaÁ árunum fyrir hrun var mikill uppgangur á Íslandi og mætti segja að brotist hafi út neyslubylgja í samfélaginu og að hjarðhegðun íslendinga hafi komið sterklega í ljós og þá sérstaklega í tengslum við fasteignakaup. Aukið aðgengi að fjármagni gerði það að verkum að skyndilega var auðvelt að kaupa sér fasteign hvort sem um var að ræða fyrstu kaup eða að fólk gat stækkað við sig. Fjármálafyrirtæki fóru að bjóða upp á 100% lán til íbúðakaupa og nýttu margir sér þann möguleika til þess að fjármagna kaupin. Einnig eru dæmi þess að ef veðrými var til staðar þá veðsetti fólk fasteignir sínar I topp og fór út í fjárfestingar fyrir peninginn.[5]
Verðbréfakaup jukust og skyndilega voru allir að fjárfesta í verðbréfum og þar ríkti ákveðin hjarðhegðun og taldi fólk að þetta væri það skynsamlega í stöðunni þar sem allir aðrir væru að þessu. Það sýndi sig svo með falli bankanna að fjárfestingarnar höfðu slæm áhrif á marga þar sem mikið að verðbréfunum urðu skyndilega verðlaus. [6]
Hjarðhegðun neytenda
breytaÍslendingar eru þekktir fyrir að taka nýjum verslunum fagnandi og slá öll met fyrstu dagana þegar nýjar verslanir opna. Sem dæmi má nefna að þegar Lindex opnaði í Smáralind þurfti að loka versluninni eftir 3 daga vegna vöruskorts og var salan fimm sinnum meiri en gert hafði verið ráð fyrir.Bauhaus opnaði sína verslun hér á landi og var salan fyrstu vikuna um það bil einn milljarður króna. Sama var uppi á teningnum þegar Dunkin´Donuts opnaði á Laugaveginum þá myndaðist röð út úr dyrum og þegar Toys R us opnaði sína verslun hér á landi þurfti að hleypa inn í hollum.[7]Söstrene Grene auglýsti vegghillur til sölu og ætlaði allt um koll að keyra þegar sendingin barst til landsins. Langar raðir mynduðust og var æsingurinn svo mikill að það lá við slagsmálum.[8]
Hvað það er sem veldur þvi að Íslendingar taka svo vel á móti nýjum erlendum fyrirtækjum er ómögulegt að segja en kannski má leiða að því líkur að hversu fámennt landið sé að þá sé auðvelt að búa til spennu og úr verði hjarðhegðun.
Samfélagsmiðlar
breytaSamfélagsmiðlar hafa heldur betur rutt sér til rúms og er maður ekki maður með mönnum nema vera á facebook, Instagram,samfélagsmiðlinum X og snapchat svo eitthvað sé nefnt. Samfélagsmiðlar hafa haft mikil áhrif á verslun og auglýsingar á Íslandi. Dæmi eru um að Íslenskir “snapparar” séu með á milli 7-30 þúsund fylgjendur og eru þessir aðilar fengnir til þess að auglýsa vörur. Það hefur gerst að vörur í verslunum seljist upp viku eftir viku eftir að einhver auglýsti eða mælti með vörunni á snapchat. Það má því segja að samfélagsmiðlar virki vel fyrir íslenskan markað og neytendur fljótir að grípa á lofti það sem er vinsælt hverju sinni.[9]
Heimildir
breyta- ↑ 1. http://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0048596
- ↑ 1. http://www.csun.edu/~dgray/BE528/Hamilton1971Selfish_herd.pdf
- ↑ 1. https://www.psychologytoday.com/blog/darwin-eternity/201306/human-herding-how-people-are-guppies
- ↑ 1. http://www.innovationmanagement.se/imtool-articles/how-human-behavior-can-skew-innovation/
- ↑ 1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1280406/
- ↑ 1. https://www.forsaetisraduneyti.is/media/island/skyrsla-rannsoknarnefndar-althingis/RNABindi8.pdf
- ↑ 1. http://www.visir.is/engir-matunarklefar,-oryggisvordur-skodar-kvittun-og-tveir-gestir-velkomnir-hja-costco/article/2017170329806
- ↑ 1. http://www.visir.is/islendingar-blekktir--duldar-auglysingar-daglegt-braud-a-snapchat/article/2016160929962
- ↑ 1. http://www.visir.is/islendingar-blekktir--duldar- auglysingar-daglegt-braud-a-snapchat/article/2016160929962