Frumefni í flokki 10
Flokkur → | 10 |
---|---|
↓ Lota | |
4 | 28 Ni |
5 | 46 Pd |
6 | 78 Pt |
7 | 110 Ds |
Frumefni í flokki 10 í lotukerfinu eru fjórir hliðarmálmar, nikkel, palladín, platína og darmstadtín sem er óstöðugt geislavirkt tilbúið efni. Þrír fyrrnefndu málmarnir eru silfurgljáandi, tæringarþolnir og mótanlegir. Vegna þessara eiginleika er algengt að nota þá í skartgripi. Þeir eru líka notaðir í málmblendi, sem hvatar í efnahvörfum og í rafeindaíhluti.