Glóbrystingslilja

(Endurbeint frá Fritillaria pudica)

Fritillaria pudica er smávaxin planta sem finnst í vestari hluta Bandaríkjanna (Idaho, Montana, Oregon, Washingtonríki, Wyoming, nyrst í Kaliforníu, Nevada, norðvestur Colorado, Norður Dakota og Utah) og Kanada (Alberta og Bresku Kólumbíu).[1][2] Það er jurt af liljuætt sem fyrst var lýst af Frederick Traugott Pursh, og fékk sitt núverandi nafn af Kurt Sprengel (1766-1833). Blómið er gult og bjöllulaga. Hún vex í þurrum, lausum jarðvegi; hún er með fyrstu plöntum til að blómstra eftir að snjóa leysir, en blómið endist ekki lengi; eftir því sem krónublöðin eldast, verða þau múrsteinsrauð og sveigjast út.[3][4][5][6][7]

Glóbrystingslilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. pudica

Tvínefni
Fritillaria pudica
(PurshSprengel
Samheiti
  • Amblirion pudicum (Pursh) Raf.
  • Amblirion pudicum var. biflorum Torr.
  • Fritillaria dichroa Gand.
  • Fritillaria leucella Gand.
  • Fritillaria oregonensis Gand.
  • Fritillaria oreodoxa Gand.
  • Fritillaria utahensis Gand.
  • Fritillaria washingtonensis Gand.
  • Lilium pudicum Pursh
  • Ochrocodon pudicus (Pursh) Rydb.
  • Theresia pudica (Pursh) Klatt
  • Tulipa pudica (Pursh) Raf.

Fritillaria pudica myndar smáa lauka, sem hægt er að grafa upp og éta hráa eða eldaða; hún þjónaði indíánum vel sem fæði fyrrum, og er stundum étin enn. Nútildags er jurtin ekki svo algeng svo að grafa upp lauka og éta er frekar gert í neyð. Jurtin er kölluð [ˈsɨkni] á Sahaptin.

Tilvitnanir breyta

  1. Kew World Checklist of Selected Plant Families
  2. Biota of North America Project
  3. Jepson Manual Treatment
  4. Flora of North America
  5. Sprengel, Curt Polycarp Joachim. 1825. Systema Vegetabilium, editio decima sexta 2: 64. Fritillaria pudica
  6. Pursh, Frederick Traugott. 1814. Flora Americae Septentrionalis 1: 228, pl. 8, as Lilium pudicum
  7. Gandoger, Michel 1920. Bulletin de la Société Botanique de France. Paris vol 66 as Fritillaria dichroa, Fritillaria leucella, Fritillaria oregonensis, Fritillaria oreodoxa, Fritillaria utahensis, Fritillaria washingtonensis

Ytri tenglar breyta