Glóbrystingslilja
Fritillaria pudica er smávaxin planta sem finnst í vestari hluta Bandaríkjanna (Idaho, Montana, Oregon, Washingtonríki, Wyoming, nyrst í Kaliforníu, Nevada, norðvestur Colorado, Norður Dakota og Utah) og Kanada (Alberta og Bresku Kólumbíu).[1][2] Það er jurt af liljuætt sem fyrst var lýst af Frederick Traugott Pursh, og fékk sitt núverandi nafn af Kurt Sprengel (1766-1833). Blómið er gult og bjöllulaga. Hún vex í þurrum, lausum jarðvegi; hún er með fyrstu plöntum til að blómstra eftir að snjóa leysir, en blómið endist ekki lengi; eftir því sem krónublöðin eldast, verða þau múrsteinsrauð og sveigjast út.[3][4][5][6][7]
Glóbrystingslilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria pudica (Pursh) Sprengel | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Fritillaria pudica myndar smáa lauka, sem hægt er að grafa upp og éta hráa eða eldaða; hún þjónaði indíánum vel sem fæði fyrrum, og er stundum étin enn. Nútildags er jurtin ekki svo algeng svo að grafa upp lauka og éta er frekar gert í neyð. Jurtin er kölluð [ˈsɨkni] á Sahaptin.
Tilvitnanir
breyta- ↑ „Kew World Checklist of Selected Plant Families“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2012. Sótt 5. ágúst 2015.
- ↑ Biota of North America Project
- ↑ Jepson Manual Treatment
- ↑ Flora of North America
- ↑ Sprengel, Curt Polycarp Joachim. 1825. Systema Vegetabilium, editio decima sexta 2: 64. Fritillaria pudica
- ↑ Pursh, Frederick Traugott. 1814. Flora Americae Septentrionalis 1: 228, pl. 8, as Lilium pudicum
- ↑ Gandoger, Michel 1920. Bulletin de la Société Botanique de France. Paris vol 66 as Fritillaria dichroa, Fritillaria leucella, Fritillaria oregonensis, Fritillaria oreodoxa, Fritillaria utahensis, Fritillaria washingtonensis
Ytri tenglar
breyta- USDA Plants Profile Geymt 1 júní 2013 í Wayback Machine
- Photo gallery