Frank Shuman
Frank Shuman (23. janúar 1862 – 28. apríl 1918) var bandarískur uppfinningamaður, verkfræðingur og brautryðjandi í að nota sólarorku. Hann smíðaði hreyfla sem gengu fyrir sólarorku og er sérstaklega þekktur fyrir hreyfla sem nota sólarorku til að hita vatn til að búa til gufu. Í Vísi árið 1912 er uppfinningu Shumans lýst svona:
“Nú hefur samt Vesturheimsmanninum Frank Shuman tekist að búa til verkfæri, sem gerir unt að breyta sólarhitanum í hreyfiafl. Hann hefur sett tilraunastöð á stofn nálægt Fíladelfíu. Með reglubundnu afturkasti sólargeislanna í dálítinn ketil sem œther er í, breytist ætherinn í gufu og er hún látin knýja vjel. Shuman fullyrðir, að auðvelt sje að framleiða þannig 10,000 hesta afl. Til þess að þetta megi vel takast, verður að koma þessu fyrir nálægt jörðu, svo vindurinn geti ekki truflað og spillt fyrir. Í þessari sólkraftarverksmiðju, sem Shuman hetur hugsað sjer eftir langvarandi tilraunir, er geislasogvjel, gufuvjel, gufuþjettivjel og ýmsar aðstoðarvjelar. Gufupípur frá ýmsum vjelum liggja saman í eina, stóra gufupípu, er gufan fer eftir inn í vjelina. Gufuvjel þessi er af alveg nýrri gerð og notar mjög litla gufu tiltölulega. Aflið frá þessari fyrstu tilraunastöð var notað til að hreyfa gufudælu af venjulegri gerð. Alt gekk mjög vel meðan sólskin var. Vjelin dældi 12,000 lítrum af vatni á 33 feta hæð á l mínútu.”
Heimildir
breyta- Greinin Frank Shuman á ensku wikipedia.
- Sólin, aflgjafi framtíðarinnar, Vísir - 361. tölublað (02.08.1912)