Francisco Hernández de Toledo

Francisco Hernández de Toledo (La Pueblo de Montalbán, Toledo 1514 - Madrid 28. janúar 1587) var náttúrufræðingur og hirðlæknir Spánarkonungs.

Toledo
Toledo á Spáni

Hernández var einn af spænsku endurreisnarlæknunum sem störfuðu í samræmi við endurskoðaðar meginreglur Hippocratesar, Galens og Avicennas. Hernández stundaði nám í lækningum við Háskólann í Alcalá og ferðaðist líklega milli borga á Spáni, þar sem það var algengt meðal lækna sem leituðust við að skapa sér frægð. Þegar Hernández flutti frá Sevilla með eiginkonu sinni og börnum, starfaði hann í skamman tíma á klaustursjúkrahúsi og á sjúkrahúsi í borginni í Toledo. Í Toledo vakti hann athygli fyrir rannsóknir sínar í lyfjafræði og þýðingu á verkum í náttúrufræði. Árið 1567 varð Hernández einkalæknir Filippusar II kóngs.

Vísindaleiðingur til Ameríku

breyta

Árið 1570 var Hernández sendur í vísindaleiðangur til Ameríku til að rannsaka plöntur og dýr með tilliti til lækningamátts. Í för með honum var sonur hans Juan og tók leiðangurinn sjö ár. Þeir söfnuðu sýnum og flokkuðu tegundir, tóku viðtöl við frumbyggja með hjálp túlka og stunduðu læknarannsóknir í Mexíkó. Hann fékk aðstoð þriggja innfæddra málara Antón, Baltazar Elías og Pedro Vázquez við að teikna myndir af viðfangsefnum sínum. Þegar Aztecar hrundu niður vegna smitsjúkdóma frá Evrópu árið 1576, framkvæmdi Hernández krufningar á Real de San José de los Naturales spítalanum í samstarfi við skurðlæknin Alonso López de Hinojosos og læknin Juan de la Fuente. Hernández lýsti einkenum faraldursins með vísindalegri nákvæmni.

Hernández skráði meira en 3 þúsund mexíkóskar plöntur, sem var mikilvægt þar sem ekki var mikið til af fræðum um fjölbreytileika plantna. Ástríða hans á málefninu flýtti fyrir að plöntur frá Ameríku væru teknar til notkunar í Evrópu.

Sem dæmi um plöntur sem hann flokkaði og skilgreindi eru vanilla, mais, fjórar tegundir af kakói, tóbak, chilli og tómatar.

Heimildir

breyta