Toledo er borg á mið-Spáni og höfuðstaður samnefnds héraðs sem og sjálfsstjórnarsvæðisins Kastilía-La Mancha. Hún stendur við fljótið Tagus (Tejo). Íbúafjöldi var rúm 83.000 árið 2015.

Toledo.
Dómkirkja Toledo.

Borgin var lítil, víggirt borg á tímum Rómverja; Toletum. Síðar varð hún höfuðstaður Vestgota og undir stjórn Mára. Menningaráhrif kristinna manna, gyðinga og múslima marka borgina og er hún á lista UNESCO yfir menningarminjar. Þekktastur íbúa er málarinn El Greco (1541-1614).

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Toledo, Spain“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. des. 2018.