Framsóknartímabilið

Framsóknartímabilið er tímabil í sögu Bandaríkjanna sem nær frá lokum gyllingartímabilsins 1901 að lokum organdi áratugarins 1929. Tímabilið einkenndist af lagalegum og félagslegum umbótum í anda framsækinna stjórnmála sem tókust á við vandamál sem fylgdu hraðri iðnvæðingu, þéttbýlisvæðingu, innflutningi fólks og pólitískri spillingu.[1][2] Á þessum tíma komu upp margar umbótahreyfingar sem börðust meðal annars fyrir kosningarétti kvenna, beinu lýðræði, áfengisbanni, samkeppnislögum, banni við barnaþrælkun og náttúruvernd.

Myndskreyting úr tímaritinu Puck frá 1915 sem lýsir ákalli eftir kosningarétti kvenna.

Meðal þess sem komið var á á þessu tímabili voru bein prófkjör, beinar kosningar öldungadeildarþingmanna (sem áður voru kosnir af fylkisþingum), frumkvæðisréttur þar sem almenningur getur komið á þjóðaratkvæðagreiðslu að uppfylltum vissum skilyrðum, og kosningaréttur kvenna sem varð að veruleika um öll Bandaríkin með nítjánda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna 1920. Lög um hringamyndun voru samþykkt árið 1910 og var beint gegn auðhringum og einokun og verðsamráði á mörkuðum eins og olíumarkaðnum.[3] Áfengisbanni var komið á um öll Bandaríkin 1920 og margt forystufólk framsóknarhreyfingarinnar leit á það sem lykilatriði í baráttunni gegn spillingu.[4]

Á framsóknartímabilinu var Repúblikanaflokkurinn ráðandi stjórnmálaafl, í forsetatíð Theodore Roosevelt, William Howard Taft og síðar Warren G. Harding og Calvin Coolidge. Eini forseti Demókrata á tímabilinu var Woodrow Wilson, en hann er raunar af sumum talinn einn af áhrifamestu forsetum Bandaríkjanna.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. John D. Buenker, John C. Burnham, and Robert M. Crunden (1977). Progressivism. Schenkman Publishing Company. bls. 3–21. ISBN 0870736876.
  2. Arthur S. Link (1959). „What Happened to the Progressive Movement in the 1920s?“. The American Historical Review. 64 (4): 833–851. doi:10.2307/1905118.
  3. Bruce Bringhurst (1976). Antitrust and the Oil Monopoly: The Standard Oil Cases, 1890–1911. ISBN 9780313206429.
  4. James H. Timberlake (1970). Prohibition and the Progressive Movement, 1900–1920. Harvard University Press. bls. 1–7. ISBN 9780674865495.
  5. Cooper, John Milton Jr (2009). Woodrow Wilson. Knopf Doubleday Publishing Group. bls. 213. ISBN 9780307273017.