Framsækið vefapp (PWA)

Framsækið vefapp eða PWA er forrit sem miðlað er gegnum vef og búið til með algengum vefbúnaði eins og HTML, CSS og Javascript. Skammstöfunin PWA stendur fyrir Progressive Web Application. PWA app á að virka á öllum tækjum sem nota vafra sem fylgir stöðlum. PWA er sett upp sem vefur eða vefsíða og notandi þarf því ekki að hlaða neinu niður eins og hann þyrfti við öpp frá Apple App Store eða Google Play.

Veföpp hafa verið möguleg fyrir snjalltæki frá upphafi en þau hafa verið hægvirk, verið einfaldari að gerð og ekki verið vinsæl og öpp sem sniðin eru að ákveðinni tegund síma eða spjaldtölvu. Þegar hins vegar varð mögulegt að nota slík veföpp án þess að vera nettengdur þá gátu PWA á snjalltækjum gert meira og höfðu þann kost að sama appið virkaði í borðtölvum og snjalltækjum.

Útgáfa á PWA er eins og útgáfa á venjulegri vefsíðu. PWA á að virka í hvaða vafra sem er en hefur ýmsa eiginleika sem tengjast öppum eins og að virka þó snjalltæki sé ekki nettengt, hægt að setja PWA app upp á heimaskjá og nota "push messaging". Vafrar sem styðja PWA miðað við apríl 2018 eru Microsoft Edge, Google Chrome, Firefox og Safari.


Einkenni

breyta

PWA eiga að virka í öllum vöfrum sem fylgja vefstöðlum. Vefþróunaraðilar hjá Google hafa sett upp gátlista um einkenni á PWA:

  • Framsækið (e. progressive) - Virkar fyrir alla notendur óháð vali á vafra og notar progressive enhancement.
  • Skalanlegt (e. responsive) - Lagar sig að tæki sem það er keyrt á borðtölvu,síma, snjalltölvu
  • Hraðvirkt eftir fyrsta niðurhal þ.e. ekki þarf að ræsa sama innihald og síðuhluta í hvert skipti og PWA appið er ræst.
  • Notar biðminni vafra (browser cache) öðruvísi
  • Ekki þarf að vera nettengdur til að nota PWA appið
  • Lítur út og virkar eins og vanalegt er með öpp
  • Ferskt - er alltaf uppfært
  • Öruggt - Alltaf þjónustaað gegnum HTTPS til að tryggja öryggi
  • Finnanlegt - Hægt að greina sem “application” af manifest.json[1] og hefur "service worker registration" og er finnanlegt í leitarvélum.
  • Hægt að hafa samband aftur við notanda — Mögulegt að nota "push notifications" til að haf samband við notanda.
  • Hægt að setja upp á heimaskjá án þess að nota app verslun.
  • Hefur tengill — Hægt að deila með vefslóð og er ekki flókið í uppsetningu.


Eftirfarandi tækniviðmið um hvað telst PWA voru sett fram af Alex Russell:

  • Uppruni er öruggur
  • Hægt að ræsa þó tæki sé ekki nettengt
  • Fylgir "web app manifest" alla vega um fjóra eiginleika nafn, stuttnefni, vefslóð og skjábirtingu
  • Hefur táknmynd sem er minnst 144x144 á png formi.
  • Notar SVG grafík þ.e. er grafík sem er skalanleg og með minni skráarstærð.

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. W3C “Web App Manifest”, Working Draft, retrieved 12 September 2016