Google Play

Google Play (áður Android Market til 2012) er netmarkaður fyrir Android-forrit og fleira í eigu Google. Þjónustan gerir notendum kleift að skoða og hlaða niður forritum, tónlist, bókum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tímaritum sem eru gefin út í gegnum Google. Notendur geta einnig keypt raftæki á borð við spjaldtölvur og snjallsíma á Google Play.

Mörg forrit sem eru í boði á Google Play eru ókeypis. Þau má sækja beint til Android eða á Google TV-tæki í gegnum sérhæfð farsímaforrit, eða með því að niðurhala á tæki með Android-stýrikerfi. Þessi forrit geta verið hönnuð út frá vélbúnaðareiginleikum tækja notendaq, svo sem hreyfingarskynjara (fyrir hreyfingarháða leiki) eða andlitsmyndavél (myndavél sem snýr að andliti þínu) fyrir myndsímtal.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.