Frambolur er í líffærafræði sá hlutur búks dýrs sem staðsettur er milli höfuðsins og afturbolsins. Meðal manna er frambolurinn sá hluti líkamans sem er á milli hálsins og þindarinnarhandleggjunum undanskildum. Meðal skordýra og hinna útdauðu þríbrota er frambolurinn einn þriggja aðalhluta líkamans, hjá skordýrum sá hluti sem fæturnir og vængirnir eru festir við búkinn og hjá þríbrotum sá hluti sem samanstendur af fjölmörgum liðum.

Skýringarmynd af tsetseflugu þar sem höfuðið er fjólublátt, frambolurinn blár og afturbolurinn grænn