Fjólublár
Fjólublár er litur sem er á milli rauðs og blás og er við enda hinnar sjáanlegu bylgjulengda. Hann er á milli blás og purpura á litahjólinu. Hann er einn af sjö litum sem Isaac Newton skrásetti þegar hann skipti niður bylgjulengdum sjáanlegs ljóss árið 1672. Nafn litarins er líklega dregið frá fjólum.
Fjólublár | |
---|---|
Hnit litar | |
Hex þrenning | #8000FF |
RGBB (r, g, b) | (128, 0, 255) |
HSV (h, s, v) | (270°, 100%, 100%) |
CIELChuv (L, C, h) | (41, 134, 275°) |
Heimild | [Engin heimild] |
B: fært að [0–255] (bætum) |