Foringjarnir
Foringjarnir er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1986. Meðlimir hennar voru í byrjun Þórður Bogason (söngvari), Einar Jónsson (gítar, bakraddir), Steingrímur Erlingsson (bassagítar), Jósep Sigurðsson (hljómborð,bakraddir) og Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur).[1] Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Komdu í partý 30. júlí 1987[2] og á sama ári var lagið Komdu í partý vinsælt og klifraði hátt á listum Rás 2 og Bylgjunnar.[3]
Foringjarnir | |
---|---|
Uppruni | Ísland, Reykjavík |
Ár | 1986 – 1988 |
Stefnur | Þungarokk |
Fyrri meðlimir | Þórður Bogason Einar Jónsson Jósep Sigurðsson Oddur F. Sigurbjörnsson Steingrímur Erlingsson |
Foringjarnir hituðu upp fyrir hljómsveitina Kiss sem kom til Íslands 1988, þeir tónleikar voru í Reiðhöllinni í Víðidal.[4][5]Einnig hituðu þeir upp fyrir Bonny Tyler þegar hún hélt tónleika í Laugardalshöllinni. Foringjarnir fóru síðan í ballbransann og náðu í lok sveitaballatímans og þvældust um allt land á Mercedes rútunni sinni, sem var merkt FORINGJARNIR með stórum stöfum.
Oddur F. Sigurbjörnsson var trommuleikari m.a. í Tappa Tíkarrass.[6]
Einar Jónsson var gítarleikari m.a. í hljómsveitinni Drýsill, Þrumuvagninn
Jósep Sigurðsson spilaði í hljómsveitum eins og Fjörorka, Jötunuxar, Galíleó
Þórður stofnaði t.d. hljómsveitina Þrek, DBD, Rokkhljómsveit Íslands, þar sem margir landsþekktir tónlistarmenn kíktu við. Hljómsveitin F. var hugarfóstur Þórðar, sem gaf út smáskífu jólarokk 1985. Hljómsveitin Skytturnar þar var Þórður söngvari í byrjun en að henni komu einnig að hópur manna eins og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari, Magni F. Gunnarsson gítarleikari , Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari,
Eftir að Steingrímur yfirgaf Foringjana hófst leið að nýjum bassaleikara og komu nokkrir og leystu af tímabundið eins og þeir Jakob Smári Magnússon, Þórður Guðmundsson, Baldvin H. Sigurðsson
Gunnar Jónsson hljómborðsleikari leysti svo Jósep af þegar hann fór á sjóinn.
Foringjarnir Þórður, Jósep og Oddur gáfu út jólalag 2013 , Biðin eftir aðfangadegi.
Þar var nokkuð breytt liðskipan.
Foringjarnir Þórður Bogason, Jósep Sigurðsson og Oddur F. Sigurbjörnsson gáfu út smáskífuna Nótt 17. júní 2017. Þar eru lögin Nótt - Leyndarmál og Þú.
Að hljóðversvinnunnni í stúdíóinu hjá Gunnari Jónssyni og Þorgils Björgvinssyni komu m.a. Þráinn Árni Baldvinsson Gítar, Jakob Smári Magnússon Bassi, Gunnar Ingi Jósepsson Gítar, Sveinbjörn Grétarsson Gítar, Magni F. Gunnarsson Gítar. Úsetningar Jósep Sigurðsson og Addi 800 tók upp sönginn og mixaði og masteraði. Bjarni Bragi lagði svo lokahönd á verkið.
Útgefið efni
breyta- Komdu í partý (1987)
- Biðin eftir aðfangadegi. 3. desember 2013
- Nótt 17. júní 2017
Tilvísanir
breyta- ↑ „Foringjarnir fimm“. Dagblaðið Vísir. 18. október 1986. bls. 20. Sótt 14. desember 2011.
- ↑ „Foringjarnir á Lækjatorgi“. Morgunblaðið. 31. júlí, 1987. bls. 34. Sótt 14. desember 2011.
- ↑ „Rokkhljómsveitin Skytturnar“. Æskan. 1. október, 1989. bls. 20. Sótt 14. desember 2011.
- ↑ http://www.okuskoli.com/hljomsveitir/[óvirkur tengill]
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 1. janúar 2012.
- ↑ „Hér koma Foringjarnir“. Tíminn. 9. nóvember, 1986. bls. 14. Sótt 14. desember 2011.