Garðaklaufhali

Skordýrategund
(Endurbeint frá Forficula auricularia)

Garðaklaufhali eða garðaklampi (fræðiheiti Forficula auricularia[1]) er skordýr af ættbálki klaufhala. Það er útbreidd umhverfis norðurhvel; Evrópu, Asíu, kringum Miðjarðarhafið, sunnan til á Norðurlöndum, í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Garðaklaufhali hefur fundist víða um Ísland, hann hefur borist hingað með varningi og fannst fyrst í Reykjavík árið 1902. Hann nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum auk smærri skordýra.

Forficula auricularia


Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Hexapoda
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Ættbálkur: Klaufhalar (Dermaptera)
Yfirætt: Forficuloidea
Ætt: Forficulidae
Ættkvísl: Forficula
Tegund:
F. auricularia

Tvínefni
Forficula auricularia
L.
Skýringarmynd af líkamsbyggingu garðaklaufhala (karldýr og kvendýr)

Höfuð og afturbolur garðaklaufhala eru rauðbrún. Hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur eru gulir og er hálsskjöldur dökkur um miðbikið. Undir yfirvængjum eru þunnir samanbrotnir flugvængir en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Aftan úr bolnum eru tvö hörð og sterkleg halaskott sem eru krækt á karldýrum en nær bein á kvendýrum.

Heimild

breyta
  1. Steinmann, H. / Spencer, K. A., ed. (1989) World Catalogue of Dermaptera, Series Entomologica, vol. 43