Glertrefjar eða trefjagler er efni sem gert er úr hárfínum trefjum úr gleri. Það er einkum notað sem styrkingarefni fyrir ýmsar tegundir fjölliða eins og t.d. í trefjaplasti. Eitt form glertrefja er glerull. Tæknin til að búa til glertrefjaflóka hefur verið þekkt í þúsundir ára, en framleiðsla glertrefja í stórum stíl í formi glerþráða hófst fyrst á 4. áratug 20. aldar.

Glertrefjar
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.