Fjörudoppa (fræðiheiti: Littorina littorea) er sæsnigill af Fjörudoppuætt.

Fjörudoppa
Fjörudoppa að koma út úr skel sinni.
Fjörudoppa að koma út úr skel sinni.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Lindýr (Molluska)
Flokkur: Snigill (Gastropoda)
Yfirætt: Littorinoidea
Ætt: Fjörudoppuætt (Littorinidae)
Ættkvísl: Littorina
Tegund:
Littorina littorea

Tvínefni
Littorina littorea
(Linnaeus, 1758)

Útbreiðsla

breyta

Fjörudoppa er algeng við strendur Norður-Atlantshafs og útbreidd í Evrópu, frá Hvítahafi í norðri til suðurstrandar Portúgals. Hennar hefur jafnvel verið getið á Svalbarða, en þó hefur ekki fengist staðfest að hún lifi svo norðarlega nú á dögum. Hún er algeng við flestar breskar og danskar strendur og nær inn í EystrasaltBorgundarhólmi. Sunnar er hún algeng við Bretagneskaga og suður til Oléron-eyju en syðstu mörk hennar virðast vera við Algarve í Portúgal.

Í Vestur-Atlantshafi er fjörudoppan dreifð allt frá Belle-eyju við Nýfundnaland til Virginíufylks í suðri. Strönd Connecticut virðist vera syðsta hentuga búsvæði hennar, en þó kemur fyrir að straumar flytji lirfur lengra til suðurs, allt að New Jersey og Delmarvaskaga þar sem dýrið hefur stundum sest að. Syðst hefur tegundin náð í Norður-Ameríku til Wachapreague í Virginíuríki.

Fjörudoppan lifir einkum á föstum og stöðugum botni í flestum fjörugerðum nema helst mjög opinni klettaströnd. Venjulega heldur fjörudoppan sig á steinum eða klettum milli há- og lágflæðimarka innan um þörunga. Einnig lifir hún á leirbotni og í einstaka tilvikum á sandbotni þar sem er traust festa. Fjörudoppan lifir allt niður á 60 metra dýpi við norðurströnd Bretlands og í Skagerrak.

Skelin (kuðungurinn)

breyta
 

Fjörudoppan verður fullorðin yfirleitt á milli 16 til 38 mm á hæð og 10 til 12 mm á breidd, allt eftir lífsskilyrðum á hverjum stað. Hafa þó fundist 52 mm á hæð. Kuðungurinn er traustur, ýmist grár eða grábrúnn og oft með dökkum þverröndum. Munninn skástæður, nær hann því sléttskaraður upp á næsta vinding, hvítur á lit en útröndin oft með brúnum flekkjum. Vindingar 6-7, grunnvindingurinn sínu stærstur, miðlungs kúptir, saumurinn grunnur. Með lágri keilulaga hyrnu og yddum hvirfli.

Almennt

breyta

Fjörudoppan þolir allháan hita, en þó meiri í lofti en sjó. Fjörudoppan fellur í dá við 32 °C lofthita og 31 °C sjávarhita. Hitadauði varð við 42 °C lofthita og 40 °C sjávarhita hjá eintökum úr Firth of Forth í Skotlandi. Ef hitastig fellur niður fyrir 8 °C leggjast flest dýrin í dvala og eyða hluta af vetrinum án þess að nærast.

Fjörudoppa finnst oft við ármynni og stundum halda dýrin inn í firði og upp í árósa þar sem seltan er aðeins um 9-10%. Hún lifir mest á kísilþörungum, þörungagróum og gróðurleifum, en einstaka sinnum á dýraleifum. Kvendýrið gýtur um það bil 500 sviflægum eggjum er klekjast út á 5-6 dögum. Lirfan er einnig sviflæg og er sviftíminn oftast 4-5 vikur. Dýrið virðist geta náð allt að 20 ára aldri. Fjörudoppa er sumstaðar talið mikið góðgæti, rétt eins og beitukóngur eða ígulker.

Heimildir

breyta