Fjöruarfi
Fjöruarfi (fræðiheiti: Honckenya peploides) er einær jurt með þykk og safarík blöð er af hjartagrasaætt sem vex í fjörusandi. Á Íslandi er mest er af fjöruarfa á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi. Fjöruarfi blómgast í júní og júlí. Krónublöð eru hvít eða fölfjólublá. Aldin arfans eru stór og áberandi. Fjöruarfi var nýttur til manneldis. Hann var saxaður smátt með káljárni og soðinn í sauðamjólk eða látinn út í flóaða kúamjólk. Varasamt þótti þó að borða of mikið af fjöruarfa, þá fengi fólk gullleitan blæ í andrit. Fjöruarfi var talin góð beitarjurt fyrir sauðfé sem sótti í arfabreiðurnar á söndunum en talin óholl fyrir kýr.
Fjöruarfi | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Tvínefni | ||||||||||
Honckenya peploides (L.) Ehrh. |
Heimildir
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fjöruarfi.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Fjöruarfi.