Fjárlög íslenska ríkisins 2011
Fjárlög íslenska ríkisins 2011 skiptast þannig að bróðurparturinn fer til útgjalda tengdum heilbrigðismálum líkt og hefur verið undanfarin ár. Mikil aukning hefur einnig orðið á vaxtaútgjöldum ríkisins en þau eru nýlega tilkomin vegna mikillar skuldsetningar eftir bankahrunið haustið 2008.
Við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins gerðust þau tíðindi að við atkvæðagreiðslu frumvarpsins sat Lilja Mósesdóttir hjá. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður gerst, að stjórnarþingmaður styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. [1] Við lokaafgreiðslu frumvarpsins sátu samflokksmenn Lilju þeir Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason einni hjá. [2]
Flokkur | Upphæð (milljónir króna) |
---|---|
Æðsta stjórn ríkisins | 3.541,0 |
Forsætisráðuneyti | 881,9 |
Mennta- og menningarmálaráðuneyti | 57.134,3 |
Utanríkisráðuneyti | 9.968,7 |
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti | 18.632,1 |
Innanríkisráðuneyti | 59.905,5 |
Velferðarráðuneyti | 209.389,9 |
Fjármálaráðuneyti | 61.606,1 |
Iðnaðarráðuneyti | 4.953,9 |
Efnahags- og viðskiptaráðuneyti | 3.309,8 |
Umhverfisráðuneyti | 6.831,2 |
Vaxtagjöld ríkissjóðs | 73.654,0 |
- Samtals = 509.808,4 (milljónir króna)
Heimildir
breytaTenglar
breyta- Alþingi - Ferill máls 1. - 139. lþ. Fjárlög 2011
- Upplýsingar um fjárlögin á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.
Fyrir: Fjárlög 2010 |
Fjárlög íslenska ríkisins | Eftir: Fjárlög 2012 |