Fjárkúgunarmálið

Málið varðaði tilraun til fjárkúgunar á forsætisráðherra Íslands

Fjárkúgunarmálið er íslenskt sakamál og pólitískt hneykslismál sem hófst í maí 2015. Málið varðar fyrst tilraun til fjárkúgunar á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra Íslands sem framkvæmd var af systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand þar sem þær hótuðu að uppljóstra um meinta aðkomu hans að sölu DV í lok árs 2014 sem önnur hlið málsins varðar. Að sögn systranna hafði forsætisráðherra beitt sér fyrir því að MP banki myndi lána Pressunni, í eigu Björns Inga Hrafnssonar, um 60 milljónir króna til að kaupa miðilinn. Salan kom í kjölfar ítarlegrar umfjöllunnar DV um Lekamálið sem þótti gagnrýnin á ríkisstjórnina og leiddi til afsagnar Innanríkisráðherra.