Finnur Jónsson (myndlistarmaður)

Finnur Jónsson (15. nóvember 189220. júlí 1993) var íslenskur myndlistarmaður sem fékkst bæði við fígúratív og abstrakt málverk, súrrealisma og fantasíur. Hann málaði nokkrar myndir af sjómönnum á árabátum. Hann var fyrsti myndlistarmaðurinn sem sýndi abstraktverk á Íslandi, eftir að hann kom heim frá námi í Danmörku og Þýskalandi 1925. Hann var einn af stofnendum Myndlistarfélags Íslands 1961 og var fyrsti formaður þess. Hann og kona hans, Guðný Elíasdóttir, gáfu Listasafni Íslands 800 verk hans árið 1985.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.