Feðradagurinn
Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur í ýmsum löndum, á ýmsum dagsetningum, til að heiðra feður.
Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Eistland halda upp á hann annan sunnudag í nóvember ár hvert, fyrst haldinn á Íslandi 14. nóvember 2006.[1]
Í tilefni af fyrsta feðradeginum á Íslandi var haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Félags ábyrgra feðra og Jafnréttisstofu á Nordica-hótelinu. Þar var fjallað um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi. Gísli Gíslason,[2] formaður Félags ábyrgra feðra, fjallaði um stöðu feðra og barna þegar foreldrar búa ekki saman. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni ásamt Tom Beardshaw frá Félagi ábyrgra feðra í Bretlandi. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var heiðursgestur ráðstefnunnar.
Feðradagurinn er skráður í Almanak Háskóla Íslands. Mæðradeginum hefur verið fagnað á Íslandi síðan árið 1934 en hann ber jafnan upp á annan sunnudag í maí.
Heimildir
breyta- ↑ „Stjórnarráðið: Feðradagur“. Stjórnarráðið. Sótt 8. nóvember 2020.
- ↑ „Feðradagurinn 12.nov 2006 - Myndir - gisligislason.blog.is“. gisligislason.blog.is. Sótt 28. mars 2019.