Björn Bragi Arnarsson
Björn Bragi Arnarsson (fæddur 4. júlí 1984) er íslenskur uppistandari og sjónvarpsmaður.
Björn Bragi er stjórnandi sjónvarpsþáttarins Kviss sem hóf göngu sína á Stöð 2 árið 2020. Áður hefur hann stýrt fjölda annarra sjónvarpsþátta á bæði Stöð 2 og RÚV. Hann hlaut Edduverðlaun sem sjónvarpsmaður ársins árið 2013.
Hann er meðlimur í uppistandshópnum Mið-Íslandi og einn af þeim sem koma fram í uppistandinu Púðursykri sem sýnt er í Sykursalnum á veturna.
Björn Bragi er eigandi Sykursalarins sem er veislu- og viðburðasalur í Grósku hugmyndahúsi. Hann er einnig eigandi útgáfufyrirtækisins Fullt tungl sem hefur gefið út fjölda vinsælla spila og bóka.