Fótleggur
Fótleggur eða bara leggur er útlimur mannslíkamans. Hann samanstendur af lærinu, kálfanum og fætinum. Fótleggir gera manni kleift að standa, ganga, hlaupa, dansa og fleira. Þeir skipa töluverðan hluta af massa einstaklings.
Uppbygging
breytaFótleggurinn er útlimur sem nær frá mjöðmunum niður til ökklans. Efri hluti hans nefnist læri en það nær niður til hnésins. Neðri hluti hans skiptist í kálfa (aftanverðan hluta neðri leggjarins), ökklann og fótinn.
Bein
breytaHelstu bein fótleggjarins eru lærleggur, sem er lengsta og sterkasta bein líkamans, sköflungur og dálkur. Hnéskel er bein sem þekur framhlið hnésins og verndar það.