Læri
Læri er efri hluti leggjarins sem nær frá mjöðmunum niður til hnésins. Lengsta og sterkasta bein mannslíkamans, lærleggur, er í lærinu. Það tengist mjöðmunum með kúlulið og hnénu með hjaralið.
Vöðvar lærisins skiptist upp í þrjá hópa. Hver hópur vöðva hefur sitt eigið blóð- og tauganet. Lærslagæð (arteria femoralis) og arteria obturatoria eru helstu æðar lærisins.
Lærbláæð (vena femoralis) og hnésbótarbláæð (vena poplitealis) eru helstu bláæðar lærisins. Þar geta blóðtappar myndast og valdið DVT. Blóðhnútar myndast hins vegar í ytri bláæð leggjarins sem nefnist vena saphena magna.