Austureyjargöngin

neðansjávargöng í Færeyjum
(Endurbeint frá Eysturoyargöngin)

Austureyjargöngin (færeyska: Eysturoyartunnilin) eru neðarsjávargöng frá Straumeyjar til Austureyjar í Færeyjum. Göngin hefjast við Hvítanes norðaustur af Þórshöfn en skiptast í tvennt þegar komið er inn Skálafjörð og liggja göng til austur og vesturstranda fjarðarins. Göngunum seinkaði vegna efnahagskreppunnar árið 2008 og pólitískra deilna varðandi fyrirtæki sem standa áttu að göngunum.

Kort.
Skýringarmynd.

Vinna við göngin hófst í febrúar 2017 (en vegagerð árið 2016) og voru verklok árið 2020, opnun var í desember það ár. Göngin eru 11.240 kílómetrar að lengd. Teknir verða vegtollar til að fjármagna göngin. Akstursvegalengd frá Þórshöfn til byggðanna Runavíkur og Stranda styttist úr 55 kílómetrum í 17 kílómetra. Í göngunum er hringtorg og er listaverk á því miðju eftir Trónd Patursson.[1]

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Eysturoyartunnilin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. apríl 2017.

  1. „Faroe Islands: Inside the undersea tunnel network“. BBC News. 4. desember 2020. Sótt 4. janúar 2021.
   Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.