Runavík
þorp í Færeyjum
Runavík er þéttbýlisstaður í Skálafirði á Austurey í Færeyjum. Þorpið er það yngsta í Skálafirði en elstu hús eru frá 1916. Íbúar eru 531 talsins (2015).
Höfnin í Runavík er mikilvæg höfn í Færeyjum. Fiskiskip, vöruflutningaskip og skemmtiferðaskip leggjast þar að.
Í bænum er góð íþróttaaðstaða; fótboltavöllur, íþrótta og fimleikahöllin Bylgjan. Íþróttafélög eru: fótbóltsfelagið NSÍ (Nes Sóknar Ítróttarfelag), badmintonfelagið Nápur, hondbóltsfelagið Tjaldur og Bogaskjótingarfelagið Ørvur. Skátafélagið KFUM Skótarnir er þar einnig.
Heimildir
breytaEnska Wikipedia(en) Færeyska Wikipedia Skoðað 18. apríl, 2017