Eyjafjarðardalur
Eyjarfjarðardalur er langur dalur sem liggur frá ósum Eyjafjarðarár nálægt Akureyri og suður 60-70 kílómetra suður til fjallendis þar sem Sprengisandsleið byrjar. Umhverfis dalinn og víðar út er sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. Norðarlega er þéttbýlið Hrafnagil. Sölvadalur og Djúpidalur eru meðal inndala Eyjafjarðardals en þeir eru fjölmargir. Kerling er hæsta fjallið á svæðinu.
Merkir staðir
breyta- Granastaðir: Þar hafa fundist rústir af víkingaaldarbæ.
- Munkaþverárklaustur: Þar var klaustur frá 12. öld.
- Möðruvellir: Forn kirkjustaður og höfuðból.
- Leyningshólaskógur: Einu upprunalegu leifarnar af birkiskógi í dalnum.