Leyningshólaskógur
Leyningshólaskógur er skógur við Leyningshóla syðst í Eyjafjarðardal. Hann samanstendur af elstu leifum birkiskógs í dalnum og nýjum gróðursetningum. Skógurinn er um 100 hektara og tilheyrir landi Leynings og Villingadals. Skógræktarfélag Eyfirðinga verndaði skóginn 1936-1937 með samningi við landeigendur.
Tengill
breyta- Leyningshólar á vef Skógræktafélags Eyfirðinga