Evrasískur bjór (fræðiheiti: Castor fiber) er bjórategund sem var einu sinni mjög útbreidd í Evrasíu. Evrópski bjórinn dó næstum því út vegna ofveiða, bæði feldur hans og olía voru mjög eftirsótt. Árið 1900 voru einungis 1.200 bjórar í átta stofnum í Evrópu og Asíu enn lifandi. Nú hefur honum verið komið fyrir víða þar sem hann einu sinni þreifst, allt frá Stóra-Bretlandi til Kína og Mongólíu, þó ekki á Ítalíu, í Portúgal, á Balkanskaga né í Mið-Austurlöndum.

Evrasískur bjór
Evrasískur bjór
Evrasískur bjór
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Nagdýr (Rodentia)
Ætt: Bjóraætt (Castoridae)
Tegund:
C. fiber

Tvínefni
Castor fiber
Linnaeus, 1758

Aðgreining frá kanadískum bjór Breyta

Við fyrstu sýn virðist enginn munur á útliti evrasíska bjórsins og þess kanadíska (Castor canadiensis) sem innfæddur er í Norður-Ameríku. Það er þónokkur munur á tegundunum tveimur: Sá helsti er að kanadíski bjórinn er með 48 litninga en evrasíski bjórinn aðeins 40 litninga. Þetta gerir það að verkum að bjórar af ólíkri tegund geti ekki átt frjó afkvæmi.[1] Rússar hafa gert margar tilraunir til að láta tegundirnar tvær eiga afkvæmi án árangurs.

Höfuð Breyta

Evrasíski bjórinn er með stærri og minna kringlótta höfuðkápu en sá kandadíski og lengri, mjórri snoppu. Evrasíski bjórinn er með lengri nefbein sem eru breiðust við enda snoppunnar, aftur á móti í kanadíska bjórnum eru nefbeinin breiðust um miðjuna. Nefop evrasíska bjórsins er þríhyrnt en ferhyrnt í kanadíska bjórnum. Evrasíski bjórinn er jafnframt með kringlótt mænuop (foramen magnum) þar sem það er þríhyrnt í kanadíska bjórnum.

Líkami Breyta

Evrasíski bjórinn er með mjórri og ferkantaðri hala og styttri sköflunga sem gera það að verkum að hann eigi erfiðara með að ganga á tveimur fótum en kanadíski bjórinn. Bakraufarkirtlar evrasíska bjórsins eru stærri og með þynnri umgjörð en í kanadíska bjórnum.

Feldur Breyta

Vindhár evrasíska bjórsins eru með lengra mergholi en í kanadíska bjórnum. Dreifing feldlita er einnig mismunandi: 66% evrasískra bjóra eru með ljósbrúnan feld, 20% rauðbrúnan, 8% brúnan og 4% svartleitan þar sem 50% kanadískra bjóra eru með ljósbrúnan feld, 25% rauðbrúnan, 20% brúnan og 6% svartleitan.

Útbreiðsla Breyta

 
Útbreiðslusvæði evrasíska bjórsins (í rauðu) í Evrópu árið 1999.

Evrasískum bjórum fer fjölgandi eftir að þeim var næstum því útrýmt snemma á 20. öld. Þá var áætlaður stofn bjóra aðeins 1.200. Hann dó út í mörgum Evrópulöndum en árið 2003 voru evrópskir bjórir orðnir 639.000 um alla álfuna. Um það 83% evrópskra bjóra lifa í Rússlandi.

Honum var komið aftur fyrir í Skandinavíu á 20. öld, fyrst í Svíþjóð á tímabilinu 1922–1939 og þá í Danmörku árið 1999. Einnig hefur orðið endurkoma hans í Skotlandi frá 2009. [2]

Heimildir Breyta

  1. „Hvað getið þið sagt mér um dýrið bjór?“. Vísindavefurinn. Sótt 12. mars 2018.
  2. Beavers could return to Cairngorms this autumn BBC, 13/8 2023
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.