Evrameríka
Evrameríka, Lárússland eða Gamla rauða meginlandið, var risameginland sem varð til á Devontímabilinu fyrir 433 milljón árum þegar meginlandskjarnarnir Lárentía, Baltíka og Avalonía, rákust saman. Á Permtímabilinu varð Evrameríka hluti af risameginlandinu Pangeu. Hún varð síðan hluti af Lárasíu þegar Pangea klofnaði í Lárasíu og Gondvana. Lárasía skiptist síðan í Norður-Ameríku og Evrasíu á Krítartímabilinu. Lárentía varð þá hluti af Norður-Ameríku og Baltíka hluti af Evrasíu en Avalonía skiptist milli þeirra.