Eva Dögg Davíðsdóttir
Eva Dögg Davíðsdóttir (fædd 4. desember 1988) er íslensk stjórnmálakona sem sat á Alþingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í Reykjavíkurkjördæmi norður frá apríl til nóvember 2024. Eftir alþingiskosningarnar 2021 var hún fyrsti varamaður vinstri grænna í kjördæminu og kom nokkrum sinnum inn á þing sem slíkur en með afsögn Katrínar Jakobsdóttur vegna forsetaframboðs hennar í apríl 2024 kom Eva inn á þing. Eva Dögg datt af þingi í alþingiskosningunum 2024 en hún var í öðru sæti í kraganum.
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD) | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fædd | 4. desember 1988 | ||||||||
Stjórnmálaflokkur | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||||
Menntun | Mannfræðingur meistaranám í breytingastjórnun | ||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands Háskólinn í Stafangri(no; en) | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Eva er með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University og meistaragráðu í breytingastjórnun frá Háskólanum í Stafangri. Hún hefur stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Landbúnaðarháskólann að Ási í Noregi.