Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017

(Endurbeint frá Eurovision 2017)

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017 var haldin í Kænugarði í Úkraínu eftir að Jamala vann keppnina 2016 með lagið „1944“. Undankeppnirnar tvær voru haldnar 9. og 11. maí, og aðalkeppnin var haldin 13. maí. 42 lönd tóku þátt í keppninni, þar sem Portúgal og Rúmenía sneru aftur. Bosnía og Hersegóvína og Rússland tóku ekki þátt í þessari keppni. Bosnía hætti þáttöku vegna fjármagnserfiðleika, en fyrirhuguðum keppanda Rússlands, Julia Samoylova var bannað að keppa þar sem hún ferðaðist beint til Krímskaga frá Rússlandi 2015, en slíkt er óheimilt samkvæmt úkraínskum lögum.

Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva 2017
Celebrate Diversity
Dagsetningar
Undanúrslit 19. maí 2017
Undanúrslit 211. maí 2017
Úrslit13. maí 2017
Umsjón
VettvangurInternational Exhibition Centre
Kænugarður, Úkraína
Kynnar
  • Oleksandr Skichko
  • Volodymyr Ostapchuk
  • Timur Miroshnychenko
FramkvæmdastjóriJon Ola Sand
SjónvarpsstöðSuspilne (UA:PBC)
Vefsíðaeurovision.tv/event/kyiv-2017 Breyta á Wikidata
Þátttakendur
Fjöldi þátttakenda42
Frumraun landaEngin
Endurkomur landa Portúgal
 Rúmenía
Taka ekki þátt Bosnía og Hersegóvína
 Rússland
Þátttakendur á korti
  •   Lönd sem taka þátt
  •   Komst ekki áfram úr undanúrslitum
  •   Lönd sem hafa tekið þátt en ekki árið 2017
Kosning
KosningakerfiHvert land gefur tvö sett af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga.
Sigurvegari Portúgal
Salvador Sobral
Sigurlag„Amar pelos dois“
2016 ← Eurovision → 2018

Sigurvegarinn var Portúgal með lagið „Amar pelos dois“ (Ást fyrir tvo), sem var flutt af Salvador Sobral og skrifað af systur hans Luísa Sobral. Þetta var fyrsti sigur Portúgals og í fyrsta skipti sem landið lenti í topp fimm sætunum, eftir 53 ára þáttöku.[1] Einnig var þetta í annað skiptið í röð sem land með endurkomu sigraði í keppninni, eftir endurkomu Úkraínu 2016.

Tilvísanir

breyta
  1. Hulda Hólmkelsdóttir (13. maí 2017). „Portúgal vann Eurovision“. Vísir.

Tenglar

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.